Opinberar framkvæmdir 2020 - 2025

Frumkvæðismál (2001109)
Fjárlaganefnd

Nefndarfundir

Dagsetning Fundur Bókun
16.02.2021 41. fundur fjárlaganefndar Opinberar framkvæmdir 2020 - 2025
Til fundarins komu Guðrún Ingvarsdóttir, Þröstur Söring og Örn Baldursson frá Framkvæmdasýslu ríkisins. Þau kynntu ferli opinberra framkvæmda, skilamöt, verkefni í framkvæmd, áætluð framkvæmdaútboð 2021 og umbótatækifæri í opinberum framkvæmdum. Einnig svöruðu þau spurningum nefndarmanna.
03.02.2020 39. fundur fjárlaganefndar Opinberar framkvæmdir 2020 - 2025
Til fundarins komu Sverrir Jan Norðfjörð og Gnýr Guðmundsson frá Landsneti.
Kl. 10:15. Tryggvi Þór Haraldsson, Tryggvi Ásgrímsson og Ólafur Hilmarsson frá Rarik. Gestirnir fóru yfir og útskýrðu framkvæmdaáætlanir fyrirtækjanna og svöruðu spurningum nefndarmanna um þær.
29.01.2020 38. fundur fjárlaganefndar Opinberar framkvæmdir 2020 - 2025
Til fundarins komu Sveinbjörn Indriðason og Jóhann Gunnar Jóhannsson frá Isavia. Þeir kynntu framkvæmdaáætlun félagsins til næstu ára og svöruðu spurningum nefndarmanna um efni hennar.
Kl. 10:12. Magnús Valur Jóhannesson frá Vegagerðinni. Hann kynnti framkvæmdaáætlun í vegagerð og viðhaldi vega og svaraði spurningum nefndarmanna um það efni.
Kl. 10:56. Kristín Linda Árnadóttir og Óli Blöndal Sveinsson frá Landsvirkjun. Þau kynntu framkvæmdaáætlun Landsvirkjunar og svöruðu spurningum um hana.